19.9.08

Ny siða


ÞEssi síða hefur legið á borðinu hjá mér í smá tíma, held ég hafi aldrei tekið svona marga daga í eina síðu. Gerði þessa síðu fyrir Skálholtsleikinn.


Þessa mynd tók Rúnar bróðir minn og ég held að flest allir þekkja söguna á bak við myndina ;)

15.7.08

Júlí síður

Ég ákvað að gera svona BOM albúm fyrir mig og ljónin mín í framtíðinni. Þetta er að vísu síða nr. 2 eða síða nr. 1 er ekki alveg tilbúin er enn að vinna í henni. Þessi síða er bara voða venjuleg engin titill og bara skrifað pínu um mig. Nokkuð sátt með hana. Notaði Sörvævor kit sem ég fékk í FK scrap á fimmtudagshittingi um daginn, miki rosalega var gaman :)


Þessi er sko scrapliftuð frá Barbs, hennar síða er bara flott váts hún er bara of flott og það flott að ég varð að stela henni líka hohoho. Þessi mynd var tekin af honum Bjarka Leó 24. apríl sl. þegar við famelían fórum í gögnurtúr niður á tjörn að gefa bíbí að borða og hann Bjarki vildi ólmur fá að leggjast á þennan stein og pósa fyrir mömmu sína :) Og já svo má líka sjá eða svona næstum að ég LR-aði síðuna já þetta er fyrsta myndin mín sem ég er vinn í, semsagt gerði hana svona brúntóna, kroppaði hana aðeins og gerði hana pínu ogguponsu skírari. Játs þetta gat stelpan :)

29.6.08

Svefnherbergið okkarÉg og Benni vorum að veggfóðra svefnherbergið okkar, settum ljósakrónu, rósettu og skrautlista í loftið og men hvað þetta kemur vel út. Erum ekkert smá ánægð með þetta. ÞEtta tók ca 1 sólahring að klára allt saman og alveg þess virði. Nú við tókum líka geymsluna okkar í gegn hentum drasli og settum síðan upp hillur og men geymslan er allt önnur það er hægt að komast inn í hana og taka nokkur dansspor miða við hvernig hún var áður en við tókum hana í gegn.
Miki rosalega er þetta búið að vera gaman.

21.6.08

4 ára & crazy dudes2 nýjar síður önnur er eftir mig og hin eftir Benna. Já ég sagði eftir Benna.

Ég var svo mikið búin að væla að mig langaði svo að fara skrappa en fannst ekki geta það, hafði þá afsökun að ég ætti ekki nóg pp!!! (og í alvöru þá á ég bara ekkert af pp)
Svo ákvað Benni að koma með áskorun á mig um að ég mætti EKKI nota NEITT LO!!! Jújú ég ákvað að reyna á það og spurði Benna bara ekki hvort honum langaði ekki að prófa með mér og var hann alveg til í það.Benni notaði 3 teg af pp frá BG allar úr sitthvorri línunni! Mér leist nú ekkert á þetta í byrjun hjá honum en í lokin kom síðan bara svona líka rosalega vel út. Síðan hans er Crazy dudes.

12.6.08

Kort


Já það er komið að korti, er nú enginn snillingur í þeim en það er alveg mjög gaman að líma saman kort :)

ÞEtta er afmæliskort fyrir frænda minn sem verður 20 ára á næstu dögum.
Notaði prima pp og bazzill, Grungeboard og STAZON blek til að inka grungeboardið svo klukkuglæru sem Hannakj skvís sendi mér fyrir einhverju síðan :)

24.5.08

Fyrsti bolludagurinn


Er búin að ætla að skrappa þessar myndir rosalega lengi alveg komið ca. ár síðan, en fann aldrei nógu flott LO og ég var aldrei nógu ánægð með LO-in sem ég var að reyna búa til. En já loksins er hún tilbúin og er mjög ánægð með hana.

ég notaði bazzill og BG PP, Prima blóm, Heidi swapp glærblóm, steina, SU burða, BG rubon. Bazzill og BG Brads og AC thickers stafi

Texti segir: Benjamín Leó var 10 mánaða þegar hans fyrsti bolludagur rann upp. Hann fékk bollu hjá ömmu sinni og þótti honum þær rosalega góðar. Í tilefni á fyrstu bollunum hans skellti Rúnar á nokkrar myndir af gaurnum, sem hreinlega elskar að borða, allt sem er gott er alltof gott hjá honum.

17.5.08

Afmælisgjöfin


Hér er síða sem ég var enda við að klára, hún er skrapplyftuð frá Söndru skvís. Hún gerir náttla bara truflaðar síður og LO hennar er virkilega flott.

ÞEtta er hann Bjarki Leó með afmælisgjöfina sína sem Andri frændi hans sendi honum alla leið frá New York. Andri gerði smá video fyrir Bjarka og sýndi honum þessa svaka flottu dótabúð sem turtles karlanir fengust. Bjarki varð ekkert smá ánægður með dótið frá Andra.

Ég notaði BG Boxer pp, Bazzill pp, BG stimpla, BG boxer brads ,hamply rub-on, MM brads, SU borða, SU nál, AC thickers og grænu felt blómin eru frá AC.

13.5.08

2 ára


Ný síða komin, er búin að vera mjög löt uppá síðkastið og hef ekki alveg haft nennu í að setjast niður og skrappa, finnst ég ekki alveg eiga nóg af flottum pp og flottu skrauti (manni vantar nú alltaf e-ð ;))
En ákvað að taka þátt í leik á listanum sem heitir Þema skrapparinn og þemað sem sett var fyrir í dag var afmæli og litli gaur nýbúinn að eiga afmæli og ég ákvað að skella mér í, gæti verið skemmtilegur leikur og kannski fæ ég þá gott spark í rassinn og fer að skrappa á fullu, enda hef ég alveg nægan tíma í það ;)

Hér er semsagt síða með honum litla Benjamín eða kannski stóra? Orðinn 2 ára ótúrlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Þessi 2 ár eru búin að vera yndisleg og hefur Benjamín Leó kennt mér margt og sömuleiðis ég kennt honum. Hann er einstaklega lífsglatt barn, algjör kúrukall, elskar sængina sína og koddann sinn og ekki má gleyma duddu sinn, algjör mathákur borðar og borðar enda er heimilið í stíl eða frekar gólfið :S Mjög ákveðinn og skammar aðra óspart, elskar að fara út að leika, hrifinn af flest öllum dýrum, bílakall og flugvélakall, gæti endalaust talað um hann en þetta ætti að vera nóg ;)

Búið að vera smá veikindi á þessum bæ yfir helgina Benjamín byrjaði á fimmtudaginn og á laugadaginn fór ég & Benni með hann til læknis því mér var ekkert farið að lítast á blikuna enda gaurinn komin með útbrot á líkamann. Þá var hann kominn með skarlatssótt. í framhaldi á því fékk ég streptókokka og var svona nokkuð slöpp,m svo þessi helgi var bara notuð í að liggja uppí sófa/rúmi og horfa á endursýningar.PP: FP
Skraut: Heidi swapp, SU, bling steinar úr FK, Prima
Stafir: Tim Holt og AC thickers

3.4.08

80 skraut!


Já heldur betur er stelpan dugleg, má segja að ég sé bara on fire!
Hér er nýja síðan sem ég var enda við að klára og er bara frekar sátt með hana eða kannski bara þokkalega sátt ;) Finnst hún alveg trufl. :P

PP: MME
Blóm: Bazzill, Prima, SU & Petaloo = 8 stk.
Tölur: FP = 3stk.
Bling: queen & co og ?? = 48 stk.
Felt: queen & co = 1 stk.
Dútlstimpill: Inque Boutique = 1 stk.
Brads: frá ?? = 2 stk.
Nál: FP = 1 stk.
Snjókornin á blómunum man ég ekki frá hverjum er = 2 stk.
Rub-on: FP = 6 stk.
Stafir: AC Thickers = 8 stk.
Total skraut á síðunni = 80 :D

Já þessi fer sko í 75 áskoruna á sb.is :)

Annars er þessi mynd tekin heima úti í garði í janúar sl. þegar ég, Bjarki Leó & Benjamín Leó fórum út saman að leika, skemmtum okkur konunglega. Bjarka Leó þótti nú ekki leiðinlegt að hafa mömmu sína meðferðis í snjóinn og sjá hana leika sér eins og 5 ára gamalt barn hehe... Fannst soldi skrítið að sjá hana hoppa ofan í stóra skafa eins og henni var borgað fyrir það :D

2.4.08


Jæja loksins er ég komin með nýja síðu á bloggið mitt, hef nú ekki notað það í tæp ár. En er nú samt alveg búin að skrappa fullt af síðum síðan síðasta innleggi.

Þessi myndir af Benjamín Leó er tekin í nóv. '07. Fórum til hans Rúnars bró og létum hann taka myndir af strákunum okkar.

hins vegar notaði ég alveg ýmsilegt í þessa síðu sem og:
PP: BG Periphery
Blóm: Prima, bazzill, AC og FP heklað blóm
Brads: MM
Felt: queens & co og FP
Tölur: BG Periphery
Stafir: Thickers frá AC
Nálar: FP
Glæra: Hamply
Rubon: FP
Stimpladútl: Inque Boutique

29.4.07

Gestabok

Gerði þessa fínu gestabók fyrir afmælið hans Benjamíns sem verður haldið í dag :) Sat sveitt fram eftir í gærkvöldi að púsla henni saman ;)

Mme bohemia pp
Bazzil Blóm
Bling úr föndurstofunni
mm Brads
og bradsblómin man nú ekki frá hverjum þau eru, pantaði þau á netinu

Fyrsta síðan inní gestabókinni.
BG límmiða stafir
Bazzil stafur
Bazzil blóm
Blóm hin frá Steinu
Bling úr föndurstofunniÁkvað að hafa þessa síðu bara vel plain, langaði að skrifa e-n sætan texta en var alveg tóm í hausnum :S
Er bara nokkuð sátt með þessa útkommu og það verður gaman fyrir Benjamín að eiga gestabókin svo þegar hann verður eldri :)

17.4.07
Bohemia pp
Heidi swapp blóm
prima bling
Bazzill stafir

Ég ætla mér að vinna þessa skissukeppni ;) Þannig ég sendi inn 2 síður... þvílík græðgi í manni.
Var að klára þessa í kvöld, Benni skrapp út svo ég ákvað að draga upp dótið mitt svo mig myndi nú ekki leiðast í kvöld.
Er bara mjög ánægð með útkommuna hjá mér :)

Ég og Elva(kærasta vin Benna) sem var með okkur uppí búðstað gerðum ratleik fyrir Bjarka Leó. Elva sá um teikningarnar því ég er bara alls ekki góður teiknari og ég sá um að koma með hugmyndir og setti miðana á sinn stað áður en ég fór að sofa.
MOrguninn þegar Bjarki Leó vaknaði æltaði hann strax að fara leita en ég rétt náði að stoppa hann af, ýkt spenntur gaur. Hann þurfti að fara vel eftir vísbendingunum og var hann svona mis glaður með þær, leiðinlegasta vísbendinginn var sú að hann þurfti að fá sér morgunmat og var nú ekki alveg til í það. Loksins fékk hann næstsíðustu vísbendingu og var hann þá alveg viss um að sú vísbending vísaði honum á eggið svo hann hljóp inní herbergi og leit undir koddann með rosalega bros á vör en brosið breytist svo í fýlu/vonsviknissvip en sú vísbending leiddi hann að páskaegginu og var hann sæll og glaður að fá það loksins í hendurnar eftir mikla leit og þrautir.

12.4.07

Skissukeppni


Ákvað að taka þá í fyrstu skissukeppninni minni á listanum (líka eins gott að ég vinni annars... ;))og er bara nokkuð sátt með útkommuna.

Notaði mme mangolia pp og brúnn ódýrann "bazzill" pp(keyptur í föndurstofunni), prima blóm og bling, Bazzill ch. stafi sem eru bara geggjaðir ( verst er að stafirnair mínir eru að verða búinir þurfti t.d. að búa til R-ið úr Péi :) dauðsé eftir því að hafa ekki pantað fleiri pk. af þessum trufluðu stöfum.) Það átti að vera svo journal á síðunni en mig langaði að leyfa pp að njóta sín, finnst pp svo flottur að ég gerði bara tags með smá texta og náttla fyrsta málshættinum hans Benjamíns sem var "þröngt meiga sáttir sitja" :) Og er tagsið falið á bak við appelsínugula pp.

Hér er skissan sem ég vann
eftir og hannaði Begga hana :)L8ter

11.4.07
Loksins komst ég inn á síðuna mína eftir langa hugsun um hvert notendanafnið mitt væri til að komast inn á síðuna. Er nebbla gjörn á að gleyma notendanöfnum og lykilorðum, það fylgir víst þegar mar er að eldast ( er nú samt ekkert gömul) að þá verður maður gleyminn, en hér er ég loksins með 2 nýjar síður :)

Ég er í lítilli grúbbu á listanum sem heitir F.Á.B (fyrsta ár barnsins) og þetta eru 2 aprílverkefni hreiðirð og heimferðin. Ég ákvað að byrja á að gera Benjamín Leó því ég á allar myndirnar af honum inná tölvu en með Bjarka Leó eru allar myndirnar í albúmum og á ég bara eitt eintak af þeim og var ekki alveg að vilja skemma uppröðunina á albúminu sem ég var heillengi að púsla saman ;) Svo eg þarf bara að bíða eftir að komast í skanna þá get ég byrjað á Bjarka Leó :)
Ég notaði mme bohemia pp á báðum síðunum, ég hreinlega elska þennann pp núna. Hef voða lítið getað nota BG undafarið því mér finnst hann svo stelpulegur kannski er það bara rugl í mér eða hvað?

25.3.07

.::.
Þessa síðu gerði ég um daginn og var alltaf að bíða eftir rétta pp fyrir þessar myndir og þetta er Mangolia pp frá mme. Finnst þetta bara geggjaður pp.

Benjamín Leó var 5 mánað þegar þessar myndir voru teknar og reynt var líka við handaför en það gekk ekki eins vel og táslurnar.

Ætla aðeins að prófa mig áfram í scrapbloggheiminum og sjá hvernig gengur og hvort ég nái að læra á þetta allt saman. Ég er farin að hallast að því að því eldri sem ég verð því klaufari verð ég á nýjustu tækni... t.d. þegar ég var í 8. bekk þá fékk ég minn fyrsta GSM síma og kunni allt verðandi við þá en í dag!!! kann að senda sms, mms, hringja og taka myndir á símanum, ég kann varla að hlaða símann minn því hann nær aldrei fullri hleðslu! Svo endilega verið þolimóð þetta mun koma hjá mér ;)